Skógræktin þrói landgræðslusvæði yfir í skóg
Árni Bragason, nýráðinn landgræðslustjóri, vill fá aðrar stofnanir til samstarfs um nýtingu þeirra svæða sem Landgræðslan hefur grætt upp. Í því sambandi hefur hann þegar rætt við forsvarsmenn Skógræktarinnar um að þróa ákveðin landgræðslusvæði yfir í skóg. Sandana við Þorlákshöfn nefnir hann sem dæmi um svæði þar sem hrinda megi af stað verkefni að fyrirmynd Hekluskóga.
07.09.2016