Í dag var undirritaður nýr samningur um Hekluskóga sem tryggir framlög til verkefnisins næstu fimm árin. Frá því að verkefnið hófst fyrir áratug hafa verið gróðursettar hartnær þrjár milljónir trjáplantna, aðallega birki, á a.m.k. 1.500 hekturum lands. Árleg fjárveiting ríkisins til verkefnisins er 27,5 milljónir.
Hekluskógar safna um þessar mundir birkifræi og biðla til almennings að taka þátt í því starfi og skila fræi á móttökustöðvum Endurvinnslunnar hf. Sums staðar sjást þéttar breiður af birki þar sem fræi var sáð fyrir fjórum árum.
Tré af fyrstu kynslóð lerkiblendingsins Hryms hefur á tæpum tveimur áratugum náð 10,4 metra hæð í rýrum jarðvegi Esjuhlíða. Meðaltalsvöxtur frá gróðursetningu er því rúmur hálfur metri á ári.
Gera þarf frekari rannsóknir á því sam­­spili sem ræður fram­leiðni bland­­aðra skóga. Þetta var með­al álykt­­ana sem dregn­­ar voru á ár­­leg­­ri þema­­­ráð­stefnu NordGen Forest sem hald­­in var í Växjö í Sví­þjóð 20.-21. sept­em­ber.
Níu ungmenni frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS hafa undanfarinn hálfan mánuð unnið að lagfæringum á tveggja kílómetra langri gönguleið í Hallormsstaðaskógi. Þetta er annað árið sem samtökin senda sjálfboðaliða í skóginn.