Samstarfssamningur um Hekluskóga endurnýjaður
Í dag var undirritaður nýr samningur um Hekluskóga sem tryggir framlög til verkefnisins næstu fimm árin. Frá því að verkefnið hófst fyrir áratug hafa verið gróðursettar hartnær þrjár milljónir trjáplantna, aðallega birki, á a.m.k. 1.500 hekturum lands. Árleg fjárveiting ríkisins til verkefnisins er 27,5 milljónir.
05.10.2016