Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit í norðrinu
Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík dagana 12.-15. september. Ráðstefnan er styrkt af áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun. Norræni genabankinn, NordGen, stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Landgræðslu ríkisins.
17.08.2016