Skógræktin tekin til starfa
Í dag er fyrsti starfsdagur nýrrar skógræktarstofnunar, Skógræktarinnar, sem til varð við sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna í skógrækt. Ástæða er til að óska þjóðinni til hamingju með daginn. Um sjötíu manns komu til skógargöngu á Silfrastöðum í Skagafirði í gærkvöld, fyrstu gönguna af sex sem haldnar eru til að fagna þessum nýja áfanga. Hinar göngurnar verða í dag á fyrsta starfsdegi Skógræktarinnar.
01.07.2016