Landbúnaðarháskólinn tekur að sér bókhald um losun og bindingu
Umhverfis- og auðlindaráðherra og rektor Landbúnaðarháskóla Íslands skrifuðu fyrir helgi undir tvo samninga um verkefni um sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Annar samningurinn er um þátt LBHÍ í bókhaldi um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu koltvísýrings í gróðri og jarðvegi en hinn um upplýsingagjöf og greiningu LBHÍ fyrir vegvísi um minnkun losunar frá landbúnaði. Frá þessu segir á vef ráðuneytisins
13.06.2016