Umhverfis- og auðlindaráðherra og rektor Landbúnaðarháskóla Íslands skrifuðu fyrir helgi undir tvo samninga um verkefni um sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Annar samningurinn er um þátt LBHÍ í bókhaldi um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu koltvísýrings í gróðri og jarðvegi en hinn um upplýsingagjöf og greiningu LBHÍ fyrir vegvísi um minnkun losunar frá landbúnaði. Frá þessu segir á vef ráðuneytisins
Nú styttist í hjólreiðakeppnina WOW Cyclothon. Tíu manna lið Skógræktarinnar tekur þátt í keppninni og hefur undirbúningur gengið vel. Liðsmenn eru vel stemmdir og spenntir fyrir keppninni. Söguleg stund verður þegar liðið kemur í mark því Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hefur tekið að sér að hjóla í mark á reiðhjólinu sem fyrsti skógræktarstjórinn, Agner Kofoed-Hansen ferðaðist á um allt land í embættiserindum á sínum tíma. Hjólið er frá fyrstu áratugum 20. aldar. Heita má á lið Skógræktarinnar og styrkja þannig góðgerðarmálefni.
Fjögur meginsvið verða í skipuriti nýrrar skógræktarstofnunar, Skógræktarinnar, samkvæmt tillögum sem kynntar voru Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í gær. Staða fagmálastjóra skógræktar verður endurvakin og verður hann staðgengill skógræktarstjóra. Lagt er til að sú staða verði auglýst laus til umsóknar nú í júnímánuði ásamt tveimur sviðstjórastöðum.
Ljósmyndasýningin „Eyðibýli í Skorradal allt árið“verður opnuð á morgun, laugardaginn 11. júní kl. 17, við Stálpastaði í Skorradal. Myndirnar eru allar teknar í Skorradal og er áhersla lögð á þau eyðibýli sem eru í dalnum og árstíðirnar sem geta verið mjög breytilegar hér á Íslandi.
Þrettán verkefni sem öll snerta skóg- og trjárækt með einhverjum hætti fengu í gær styrki úr Umhverfissjóði Fríhafnarinnar. Markmið allra þessara verkefna er að fegra umhverfið og hreinsa, græða land og auka skjól með trjágróðri. Í verkefni Bláa hersins verður gróðursett eitt tré fyrir hver tíu kíló af plastrusli sem hreinsuð verða upp. Verndari þess verkefnis er frú Vigdís Finnbogadóttir.