Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mælir með því að frumvarp umhverfisráðherra til laga um nýja skógræktarstofnun verði samþykkt. Nefndin gerir eina tillögu til breytingar á texta frumvarpsins. Ákvæði úr eldri lögum haldi sér í þeim nýju um að 5% láglendis undir 400 metrum yfir sjávarmáli verði klædd skógi.
Tíu manna lið starfsfólks Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem fram fer dagana 15.-17. júní í sumar. Undirbúningur er í fullum gangi, liðsfólk hefur æft stíft undanfarnar vikur og í smíðum eru festingar á kerru fyrir reiðhjólin. Að sjálfsögðu er eingöngu notað íslenskt timbur við smíðina.
Til að draga úr mengun í þéttbýli er nauðsynlegt að ráðast að uppsprettum hennar og minnka losun mengunarefna út í andrúmsloftið. Vert er þó að huga um leið að þeim ráðum sem tiltæk eru til að eyða menguninni. Trjágróður í þéttbýli hreinsar loftið, dregur úr hættunni á ýmsum sjúkdómum og eykur þannig lífsgæði íbúanna,
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur birt á vef þingsins þær athugasemdir sem bárust við frumvarp um nýja skógræktarstofnun. Alls bárust níu umsagnir en í þeim fólst engin efnisleg andstaða við sameiningu ríkisstofnana í skógrækt. Líklegt má telja að frumvarpið verði afgreitt í næstu viku, áður en hlé verður gert á þingstörfum vegna forsetakosninga.
Fyrr í mánuðinum var haldinn á Mógilsá þriggja daga vinnufundur um rekavið sem tæki til að tvinna saman rannsóknir á umhverfi lands og sjávar. Saman kom vísindafólk á sviði trjá- og viðarfræði, loftslagssögu og fornvistfræði en einnig fornleifafræði, haffræði og aldursgreiningar með geislakolum. Öll þessi vísindasvið eiga snertifleti í norðurslóðarannsóknum og á fundinum sat 21 þátttakandi frá tíu löndum Evrópu og Norður-Ameríku.