Lífræn innistæða þarf viðhald og nýtingu
„Skógar rétt eins og fiskimiðin eru auðlind, lífræn innistæða sem þarf í senn að viðhalda og nýta skynsamlega,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri meðal annars í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eftir rúman áratug fari skógarbændur að fá tekjur af skógum sínum sem munar um. Hann vonast líka til þess að Parísarráðstefnan verði til þess að skógræktarstarf fái meiri skilning.
18.04.2016