Kjötmjöl – yfirburða áburðarefni til uppgræðslu lands
Mörg hundruð hektarar lands hafa verið ræktaðir varanlega upp á Suðurlandi með hjálp kjötmjöls. Kjötmjölið dugar mjög vel á allraverstu rofsvæðunum og áburðaráhrif þess endast mun lengur en af tilbúnum áburði. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar grein um þetta efni í Bændablaðið sem kemur út í dag. Þar hvetur hann sláturleyfishafa til að sameinast um að senda sláturúrgang til kjötmjölsframleiðslu í þstað þess að urða hann eða brenna
23.03.2016