Svo gæti farið að verulegur hluti af því fóðri sem notað verður í laxeldi í Noregi verði unninn úr trjám. Með því að gerja sykrur úr trjáviði má búa til prótínríkt fóður. Í stað innflutts fóðurs úr sojabaunum gætu Norðmenn þá notað innlent hráefni úr skógum sínum til framleiðslu á eldislaxi. Með þessu móti yrði auðveldara fyrir þá að ná markmiðum sínum um að fimmfalda framleiðsluna á næstu 30 árum.
Stýrihópur um sameiningu skógræktarstofnana ríkisins kom saman í gær á fundi hjá Capacent í Reykjavík. Þar var farið yfir stöðu mála í þeirri greiningarvinnu sem nú fer fram til undirbúnings að sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt. Í þessari vinnu er lögð áhersla á gott samráð við alla sem hagsmuna eiga að gæta í skógrækt og skyldum málum. Sömuleiðis að starfsfólk þeirra stofnana sem sameina á taki virkan og lýðræðislegan þátt í undirbúningnum.
Öskudagslið í alls kyns búningum heimsóttu starfsfólk Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins í Gömlu-Gróðrarstöðinni í dag og fengu góðgæti að launum.
Vinna að undirbúningi sameiningar Skógræktar ríkisins, Landshlutaverkefna í skógrækt og Hekluskóga gengur vel. Stýrihópur yfirmanna stofnananna hefur hafið störf og skipað í þrjá vinnuhópa starfsfólks til að laða fram viðhorf og hugmyndir starfsfólksins um nýja stofnun, væntingar þeirra og áherslur.
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands telja það grundvallaratriði að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi. Samtökin hafa sent landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, viðeigandi þingnefndum, og forystumönnum Bændasamtaka Íslands og Landssamtökum sauðfjárbænda áherslur sínar vegna samninganna.