Sitkalax
Svo gæti farið að verulegur hluti af því fóðri sem notað verður í laxeldi í Noregi verði unninn úr trjám. Með því að gerja sykrur úr trjáviði má búa til prótínríkt fóður. Í stað innflutts fóðurs úr sojabaunum gætu Norðmenn þá notað innlent hráefni úr skógum sínum til framleiðslu á eldislaxi. Með þessu móti yrði auðveldara fyrir þá að ná markmiðum sínum um að fimmfalda framleiðsluna á næstu 30 árum.
15.02.2016