Skráningu á ráðstefnuna Tímavélina hans Jóns að ljúka
Auglýstur frestur rennur út í dag til að skrá sig til þátttöku á skógræktarráðstefnuna sem haldin verður 20. janúar til heiðurs Jóni Loftssyni, fyrrverandi skógæktarstjóra. Yfirskrift ráðstefnunnar er Tímavélin hans Jóns og þar verður litið yfir síðustu sjötíu ár í skógrækt á Íslandi og spáð í hver þróunin geti orðið næstu sjötíu árin. Vegna bilunar í skráningarvél eru þátttakendur beðnir að yfirfara skráningu sína á skogur.is
11.01.2016