Danskur skógtækninemi sem tók hluta af starfsnámi sínu á Íslandi hlaut nýlega önnur verðlaun í ritgerðasamkeppni um námsdvöl í útlöndum. Í ritgerðinni lýsir hann því með skáldlegum hætti hvernig það varð úr að hann fór til Íslands og hvernig dvölin færði honum heim sanninn um að hann væri á réttri hillu í þessu fagi og hefði hlutverki að gegna í þágu náttúrunnar.
Ný rannsókn sem gerð var við Washington-háskóla sýnir að nöturösp og gulfura á þurrkasvæðum í Colorado bregðast við þurrkinum með ólíkum hætti. Gulfura lokar sér og hættir að vaxa en nöturösp herðir sig og reynir sem lengst að halda vexti áfram. Rannsóknir á viðbrögðum trjátegunda við afleiðingum loftslagsbreytinga eru mikilvægar til að bregðast megi sem best við þeim breytingum sem á skógunum verða.
http://www.mnn.com/health/fitness-well-being/blogs/how-walking-in-the-woods-benefits-your-healthMeginmál...
Í Þjórsárdal er að finna fjölsótta ferðamannastaði og þar eru fjölbreyttar göngu- og reiðleiðir, m.a. gönguleiðir sem eru sérhannaðar með aðgengi fatlaðra í huga. Skógrækt ríkisins hefur haft umsjá með skógrækt og uppgræðslu Þjórsárdals í tæplega 80 ár. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Hekluskóga, skrifar grein í Dagskrána, fréttablað Suðurlands, um sögu dalsins, uppgræðslu þar og skógrækt.
Bjarki Jónsson, skógarbóndi á Ytri-Víðivöllum II Fljótsdal, hefur sett á laggirnar sögunarmyllu og afurðastöð fyrir skógarbændur í gömlu fjárhúsunum á bænum. Á jörðinni er töluvert af flettingarhæfu efni úr um 45 ára gömlum lerkiskógum sem komnir eru að annarri grisjun. Uppbygging sem þessi er forsmekkurinn að því sem koma skal vítt og breitt um landið eftir því sem skógarnir vaxa upp. Rætt var við Bjarka í fréttum Sjónvarpsins í gær.