Fundist hefur myndarlegt tré af amerískri kastaníu sem vekur vonir um að rækta megi upp yrki sem hefði mótstöðuafl gegn þeim sveppasjúkdómi sem þurrkaði tegundina að mestu út í náttúrlegum heimkynnum hennar. Þetta myndarlega tré fannst í skógi í vestanverðu Maine-ríki og mun vera það stærsta sem fundist hefur á seinni tímum á þeim slóðum þar sem víðáttumiklir kastaníuskógar uxu á öldum áður.
Ræktun jólatrjáa er áberandi í seinna tölublaði ársins af málgagni Landssamtaka skógareigenda, Við skógareigendur, sem nýlega kom út. Fjallað er um kynbætur á fjallaþin og flokkunarkerfi fyrir jólatré en einnig margvísleg önnur skógarmálefni. Til dæmis spyr Bjarki Þór Kjartansson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá: Vaxa peningar á trjánum?
„Við byrj­um að saga niður jóla­tré um miðjan nóv­em­ber og ger­um það áfram al­veg fram að jól­um. Fyrstu jóla­trén sem við fell­um eru stærstu trén, al­veg upp í tíu metra há en þeim er ætlað að standa á torg­um. Þetta árið voru öll þau stóru tek­in á Tuma­stöðum því þau hafa verið höggv­in hér í svo mörg ár, við reyn­um að skipta þessu á milli okk­ar á skóg­rækt­ar­stöðvun­um,“ seg­ir Ní­els Magnús Magnús­son starfsmaður í Hauka­dals­skógi í skemmtilegu viðtali í Morgunblaðinu.
Skógurinn og tíminn er til umfjöllunar á skógræktarráðstefnu sem haldin verður í Valaskjálf á Egilsstöðum 20. janúar í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Loftssonar skógræktarstjóra og starfslokum hans hjá Skógrækt ríkisins. Yfirskrift og dagskrá ráðstefnunnar er sú sama og þeirrar sem fresta þurfti vegna veðurs og ófærðar 2. desember. Skráningu lýkur 11. janúar.
http://videnskab.dk/miljo-naturvidenskab/juletraeer-pynter-pa-co2-regnskabet Juletræer pynter på CO2-regnskabet 16. december 2009 kl. 11:12 0 kommentarer ...