Stór amerísk kastanía fundin í villtum skógum Maine-ríkis
Fundist hefur myndarlegt tré af amerískri kastaníu sem vekur vonir um að rækta megi upp yrki sem hefði mótstöðuafl gegn þeim sveppasjúkdómi sem þurrkaði tegundina að mestu út í náttúrlegum heimkynnum hennar. Þetta myndarlega tré fannst í skógi í vestanverðu Maine-ríki og mun vera það stærsta sem fundist hefur á seinni tímum á þeim slóðum þar sem víðáttumiklir kastaníuskógar uxu á öldum áður.
22.12.2015