Jón Loftsson, fyrrverandi skógræktarstóri, segir mikla viðhorfsbreytingu hafa átt sér stað í garð skógræktar undanfarinn aldarfjórðung, ekki síst hjá bændum sem hafi uppgötvað möguleika á að nýta léleg beitilönd til að rækta skóg. Viðhorfin hafi gjörbreyst, ekki síst fyrir tilstilli tímavélar sem hann hafi fundið upp árið 1980. Bændur, fullir efasemda, hafi margir ferðast með honum í vélinni og snúist á sveif með skógrækt. Rætt var við Jón á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Í Bændablaðinu sem kom út skömmu fyrir jól birtist grein eftir Else Møller, skógfræðing og skógarbónda í Vopnafirði þar sem hún veltir upp ýmsum ókostum þess að flytja inn lifandi jólatré, hvað þá gervijólatré, og sömuleiðis kostum þess að landsmenn velji tré sem ræktuð eru innanlands. „Að kaupa íslenskt jólatré er ein leið til að stuðla að sjálfbærni, minnka óþarfa gjaldeyrissóun  og styrkja íslenska ræktendur um allt land,“ skrifar Else í grein sinni.
Félag skógarbænda á Austurlandi stendur fyrir opnum kynningarfundi þriðjudaginn 19. janúar kl. 17 á Hótel Héraði Egilsstöðum. Þar verður rætt um stofnun afurðamiðastöðvar viðarafurða á Austurlandi. Fundurinn er öllum opinn.
Alþjóðlegu ári belgjurta 2016 er ætlað að fræða heimsbyggðina um næringargildi þeirra afurða sem margar belgjurtir gefa af sér og hvernig belgjurtir geta stuðlað að sjálfbærari matvælaframleiðslu í heiminum, matvælaöryggi og betra næringarástandi fólks. Með því að halda alþjóðlegt ár belgjurta gefst einstakt tækifæri til að auka þátt belgjurta í matvælakeðju heimsins og stuðla að því að belgjurtaprótín verði meira notuð í matvæli og matargerð vítt og breitt í heiminum.
Nýr árgangur vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences er nú tilbúinn á vef ritsins sem nú kemur einungis út á rafrænu formi. Að þessu sinni eru í því sex greinar, meðal annars grein eftir Úlf Óskarsson og Wolfgang Heyser þar sem fjallað er um áhrif svepprótarsmits við ræktun melgresis á tveimur sandsvæðum sunnanlands.