Svíþjóð gæti orðið kolefnisjákvæð með efldri skógrækt
Öflug skógrækt með öflugum skógarnytjum er jákvæð fyrir loftslagið. Jákvæð áhrif skógariðnaðarins í Svíþjóð gera að verkum að jafnmikið er bundið af koltvísýringi í Svíþjóð og það sem losnar af gróðurhúsalofttegundum í landinu. Ef framleiðsla skógariðnaðarins verður aukin verður kolefnisbókhald Svíþjóðar jákvætt, segir Johan Bergh, prófessor við Linnéuniversitetet sem greinir frá nýjum rannsóknarniðurstöðum á skógarviku Future Forests í Svíþjóð 17. febrúar.
05.02.2016