Ábyrg nýting evrópskra skóga í þágu fólks, loftslags og náttúru
Samtök evrópskra ríkisskóga, EUSTAFOR, standa fyrir ráðstefnu í Brussel í byrjun apríl þar sem fjallað verður um ábyrga nýtingu evrópskra skóga með hagsmuni fólks, loftslags og náttúru að leiðarljósi. Í tengslum við ráðstefnuna verður haldin sýning um þessi málefni og farið í kynnisferð þar sem litið verður á margvíslegt hlutverk og tilgang skóganna fyrir menn og umhverfi.
25.02.2016