Vel heppnaður stefnumótunarfundur
Flestir starfsmenn Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefnanna tóku þátt í stefnumótunarfundi um nýja skógræktarstofnun sem haldinn var á Grand hótel í Reykjavík í gær. Unnið var með þjóðfundarfyrirkomulagi á átta hringborðum og er afrakstur fundarins dýrmætt vegarnesti stýrihóps sem vinnur áfram að mótun nýrrar stofnunar sem stefnt er að því að taki til starfa á miðju sumri komanda. Sem kunnugt er hefur verið lagt til að hin nýja stofnun fái heitið Skógræktin.
10.03.2016