Daníelslundur í Landanum
„Við losnum við að klifra í trám með því að tína könglana af greinunum eftir grisjun,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga, í sjónvarpsþættinum Landanum sem sýndur var í Sjónvarpinu sunnudaginn 20. mars. Landinn fylgdist með þegar starfsfólk Vesturlandsskóga, Skógrækarfélags Reykjavíkur og fleira skógarfólk tíndi köngla Í Daníelslundi við Svignaskarð í Borgarfirði. Könglarnir eru síðan fluttir að Tumastöðum í Fljótshlíð þar sem frævinnslan fer fram.
21.03.2016