Stæðan tveir skógræktarstjórar á hæð
Myndarleg timburstæða blasir nú við vegfarendum sem aka þjóðveg 1 um Svignaskarð í Borgarfirði. Í stæðunni eru 186 rúmmetrar af timbri sem fékkst með grisjun tæplega hálfrar aldar gamallar furu í Daníelslundi. Stæðan er mjög myndarleg og hæð hennar rúmlega tveir skógræktarstjórar með uppréttan handlegg.
30.03.2016