Göngubrú á Markarfljót eykur aðgengi og öryggi
Ný göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal verður 158 metra löng hengibrú. Brúargólfið verður klætt með íslensku greni úr skógum Skógræktar ríkisins. Brúin gerir eitt af vinsælustu ferðamannasvæðum landsins aðgengilegra en einnig öruggara því brúin verður flóttaleið ef rýma þarf svæðið með litlum fyrirvara vegna vatnavaxta eða annarra náttúruhamfara.
07.04.2016