Ný göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal verður 158 metra löng hengibrú. Brúargólfið verður klætt með íslensku greni úr skógum Skógræktar ríkisins. Brúin gerir eitt af vinsælustu ferðamannasvæðum landsins aðgengilegra en einnig öruggara því brúin verður flóttaleið ef rýma þarf svæðið með litlum fyrirvara vegna vatnavaxta eða annarra náttúruhamfara.
Á fjórða fundi stýrihóps um sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt var farið yfir fyrstu drög að stefnumótunarskjali fyrir nýja stofnun. Slíkt skjal er forsendan fyrir því að hægt verði að hefja fyrir alvöru mótun skipurits. Bandormur hefur verið afgreiddur í ríkisstjórn og úr þingflokkum framsóknar- og sjálfstæðismanna og liggur nú fyrir Alþingi.
Seljabúskapur virðist hafa verið í Drumbabót á Markarfljótsaurum í Fljótshlíð á 16. eða 17. öld. Fornleifauppgröftur fór þar fram síðastliðið haust og fundust mannvistarleifar sem bentu til þess að sel hefði verið þar. Í Drumbabót eru leifar forns birkiskógar sem talið er að hafi eyðst í hamfaraflóði úr Mýrdalsjökli í kjölfar Kötlugoss laust eftir 800 e.Kr. Morgunblaðið fjallar um málið í dag.
Kvikland ehf., kvikmyndafyrirtæki Hlyns Gauta Sigurðssonar skógfræðings, hefur sent frá sér tíu mínútna langt fræðslumyndband um rannsóknarverkefnið Mýrvið sem unnið er að í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í myndbandinu er fylgst með sýnatöku og eftirliti og áhorfendur fræddir um tilgang og markmið rannsóknarinnar.
Fagráðstefna skógræktar 2016 sem haldin var dagana 16. og 17. mars tókst afar vel í blíðviðri á Patreksfirði. Ráðstefna þessi sem landshlutarnir skiptast á um að halda er haldin árlega í marsmánuði. Hún er mikilvægur vettvangur fagfólks í skógrækt til...