Gróðursetningar á degi jarðar
Nokkuð var um að skógræktarfólk brygðist við því kalli að gróðursetja tré á degi jarðar, 22. apríl. Vel viðraði til gróðursetningar um allt land þennan dag og væri gaman ef sú hefð myndi festast í sessi að setja niður tré á þessum alþjóðlega degi sem helgaður er jörðinni. Tré geta gegnt mikilvægu hlutverki við að tryggja framtíð mannsins og annarra lífvera á jörðinni.
27.04.2016