Af skógum og skógrækt á liðnu ári
Fjallað er um asparglyttu, kal í kjölfar asparryðs og fleira sem snertir heilsufar trjágróðurs á Íslandi í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2015. Fyrirhuguð sameining skógræktarstofnana kemur einnig við sögu, tilraunir og rannsóknir í skógrækt, aðstaða í þjóðskógunum og skjótur árangur í skógrækt á auðnum, bæði sunnan- og norðanlands ásamt ýmsu fleiru.
18.05.2016