Dagskrá Fagráðstefnu skógræktar
Endanleg dagskrá Fagráðstefnu skógræktar 2016 sem fram fer á Patreksfirði 16.-17. mars er nú tilbúin. Þar kennir ýmissa grasa. Fjallað verður um yfirvofandi loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim, hvers konar efni fáist úr íslenskum skógum og hver verði hugsanleg framtíðarnot fyrir það en einnig um tækni og notkun landupplýsinga.
02.03.2016