Umhverfis- og auðlindaráðuneytið  óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur. Frumvarpið er til innleiðingar á nokkrum ESB reglugerðum er fjalla um markaðssetningu timburs og timburvara á innri markaði EES-svæðisins. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir viðskipti með ólöglega höggvinn við og að timbur og timburvörur úr ólöglega höggnum viði sé sett á markað hér á landi.
Í morgun komu skólabörn frá Hvanneyri í Skorradal til að finna tré fyrir skólann sinn. Þetta hafa grunnskólabörnin gert undanfarin ár en nú bættust leikskólabörnin við og voru fljót að finna tvö tré til að saga. Skógarvörðurinn á Vesturlandi tók á móti þeim í skóginum á Stóru-Drageyri.
Gróðurlitlar auðnir blasa við víða á láglendi Íslands og þar binst lítill koltvísýringur. Sumir hafa talið að skógrækt á auðnum væri illmöguleg, en nú hefur verið sýnt fram á hið gagnstæða. Í tilraun á Markarfljótsaurum hefur komið í ljós að 23. ára alaskaösp bindur 9,3 tonn af koltvísýringi árlega á hverjum hektara. Forsendan fyrir þessari miklu bindingu er að lúpína vaxi með öspunum því hún bindur nitur úr andrúmsloftinu.
Heimsbyggðin hefur séð á bak þriðjungi ræktanlegs lands jarðarinnar á síðustu 40 árum fyrir sakir jarðvegsrofs og mengunar. Af þessu gæti leitt hörmungar í heiminum enda sífellt meiri þörf fyrir mat. Snúa verður baki við þeim landbúnaðaraðferðum sem stundaðar hafa verið frá því að tilbúinn áburður kom til sögunnar snemma á 20. öld og koma aftur á eðlilegri hringrás næringarefnanna. Annars getur farið illa fyrir mannkyninu. 5. desember er dagur jarðvegs hjá Sameinuðu þjóðunum.
Í nýrri frétt á vef norska regnskógasjóðsins er því haldið fram að skógyrkja (forest management) verði að byggjast á mannréttindum þegar mannkynið hverfur frá notkun jarðefnaeldsneytis.