Drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur í kynningu
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um timbur og timburvörur. Frumvarpið er til innleiðingar á nokkrum ESB reglugerðum er fjalla um markaðssetningu timburs og timburvara á innri markaði EES-svæðisins. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir viðskipti með ólöglega höggvinn við og að timbur og timburvörur úr ólöglega höggnum viði sé sett á markað hér á landi.
04.12.2015