Breskir vísindamenn hafa grafið upp ævaforna steingervinga stórvaxinna skóga á Svalbarða sem þar uxu fyrir nokkur hundruð milljónum ára. Talið er að þegar fyrstu stórvöxnu skógarnir komu til sögunnar á jörðinni hafi þeir bundið svo mikinn koltvísýring að það hafi valdið einhverjum mestu hitabreytingum jörðinni síðustu 400 milljónir ára.
Í tengslum við stóru loftslagsráðstefnuna í París í byrjun desember stendur evrópska skógastofnunin EFI fyrir ráðstefnu þar sem spurt verður hvað evrópskir skógar og skógargeirinn um allan heim geti lagt til málanna svo ná megi settum markmiðum í loftslagsmálum. Meginspurningin er hvernig heimurinn geti orðið kolefnishlutlaus í orkumálum, framkvæmdum og samgöngum.
Annað tölublað ársins af Skógræktarritinu, riti Skógræktarfélags Íslands, er nýkomið út. Þar er meðal annars fjallað um flokkunarkerfi fyrir jólatré, áhrif loftslagsbreytinga á byggðamynstur og skipulag, Þröstur Eysteinsson skrifar hugleiðingu um mótun vistkerfa og rætt er við skógræktarfrumkvöðulinn Óskar Þór Sigurðsson.
Þessa dagana unnið að því að lokafella um helminginn af Jónsskógi á Hallormsstað, 65 ára gömlum reit með síberíulerki af kvæminu Hakaskoja. Viðurinn verður flettur í þykka planka sem notaðir verða í burðarvirki ásatrúarhofs í Öskjuhlíð í Reykjavík. Mælingar sýna að vöxtur í svo gömlum lerkiskógum sé orðinn afar hægur og því orðið hagkvæmt að fella þá. Ræktunarlota lerkis á Íslandi virðist því vera 60 ár en ekki 80 eins og áður hefur verið ætlað.
Gróðursetningu er nú lokið á tveimur þeirra þriggja jarða Skógræktar ríkisins þar sem samið var um kolefnisbindingu við Landsvirkjun. Í landi Laxaborgar í Haukadal hefur verið sett niður í 22 hektara og á Belgsá í Fnjóskadal 38,5 hektara. Gróðursetning er einnig komin vel af stað í Skarfanesi á Landi þar sem trjáplöntur eru komnar í tæpa 20 hektara. Landsvirkjun á kolefnisbindingu þessara skóga í fimmtíu ár samkvæmt samningunum.