Líffræðingafélag Íslands heldur Líffræðiráðstefnuna 2015 dagana 5.-7. nóvember í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í Reykjavík. Á ráðstefnunni verður meðal annars rætt um áhrif sauðfjárbeitar á gróður, tilraunir til eyðingar lúpínu og blendingssvæði balsamaspar og alaskaaspar í Bresku-Kólumbíu.
Ellefu umsækjendur eru um stöðu skógræktarstjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 3. október síðastliðinn.
Ísland hefur risatromp á hendi í formi kol­efn­is­bind­ing­ar með skóg­rækt, segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, í Morgunblaðinu í dag. Nóg sé af landsvæði sem ekki sé í ann­arri notk­un sem nýta mæti til að binda kol­efni úr loft­hjúpi jarðar sem sé til­tölu­lega skil­virk og ódýr leið.
Stórt timburfyrirtæki í Austurríki, sem selur byggingavöruverslunum og kurlverksmiðjum víða um Evrópu timbur, er nú sakað um að stuðla að eyðingu síðustu ósnortnu frumskóganna í Rúmeníu með því að versla með timbur úr ólöglegu skógarhöggi. Fyrirtækið neitar sök en óháðir rannsakendur segjast hafa undir höndum sannanir. Í Rúmeníu eru einhverjir stærstu óspilltu frumskógar Evrópu sem fóstra fjölbreytt lífríki og sjaldgæfar tegundir spendýra.
Á sjöunda ráðherrafundi Forest Europe sem lauk í gær í Madríd á Spáni var einhugur um að hlúa þyrfti að skógum álfunnar á þeim breytingatímum sem nú eru. Í skógunum byggju ótal tækifæri sem nýttust á veginum til græns hagkerfis, ekki síst til að skapa ný græn störf. Ekki náðist að sinni samkomulag um lagalega bindandi skógarsáttmála fyrir álfuna en viðræðum um slíkan sáttmála verður haldið áfram.