Forstjóri Scottish Natural Heritage heiðursgestur Umhverfisþings
Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til IX. umhverfisþings á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 9. október og fjallar þingið að þessu sinni um umhverfis- og náttúruvernd. Susan Davies, forstjóri Scottish Natural Heritage, verður heiðursgestur þingsins, heldur erindi og svarar fyrirspurnum úr sal. Tvær málstofur verða haldnar, önnur um ferðamennsku í náttúru Íslands og hin um friðlýst svæði.
02.10.2015