Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli
Stofnar rúmlega aldargamallar hengibjarkar hafa nú verið festir saman með vír til að hindra að tréð klofni. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn áhyggjur af því að tréð gæti klofnað og drepist. Björkin stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri og var líklega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.
25.09.2015