Stofnar rúmlega aldargamallar hengibjarkar hafa nú verið festir saman með vír til að hindra að tréð klofni. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn áhyggjur af því að tréð gæti klofnað og drepist. Björkin stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri og var líklega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.
Árið 2015 gæti ráðið úrslitum um þróun heimsins á komandi árum, áratugum og öldum. Í dag hefst í New York fundurinn mikli þar sem þjóðir heims hyggjast koma sér saman um sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun. Þessi markmið eiga að beina heimsbyggðinni í átt til sjálfbærra lífshátta. Í tengslum við fundinn hafa verið tilkynnt úrslit myndbandasamkeppni CIFOR um skóga og sjálfbærni.
Á ráðstefnunni Landsýn sem haldin verður á Hvanneyri 16. október verður ein málstofa fyrir hádegi þar sem fjallað verður um gildi vísinda, menntunar og rannsókna. Eftir hádegi verða tvær aðskildar málstofur, önnur um ábyrga notkun vatns og hin um málefni sem tengjast ferðamönnum.
Síðasta hálfa mánuð hafa sex ungmenni frá alþjólegu sjálfboðaliðasamtökunum Seeds dvalið á Hallormsstað og unnið að lagningu nýs göngustígs fyrir gesti skógarins. Hópurinn hefur unnið með starfsmönnum Skógræktar ríkisins á Hallormsstað við alla verkþætti við göngustígagerð, þ.e. hreinsun teinungs, brúar- og tröppusmíði, borð og bekki, merkingar og aðra jarðvinnu.
Starfsfólk nokkurra stofnana sem vinna að gönguleiðamálum á vegum ríkisins ásamt fulltrúum frá Ferðafélagi Íslands, Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleirum sóttu námskeið um viðhald gönguleiða og uppgræðslu rofsvæða sem haldið var í Goðalandi og Þórsmörk í byrjun vikunnar. Að námskeiðinu stóðu  Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Umhverfisstofnun.