Hæsta tré landsins að nálgast 27 metra hæð
Sitkagrenitré sem talið er vera hæsta tré á Íslandi er nú orðið um 27 metra hátt. Tréð stendur á Kirkjubæjarklaustri og þar eru mörg myndarleg tré af sömu tegund sem gróðursett voru um miðja síðustu öld. Eitt af sverustu trjánum mælist 65 sentímetrar í þvermál í brjósthæð og 25 metra hátt. Það geymir því vel á þriðja rúmmetra viðar.
09.09.2015