Sitkagrenitré sem talið er vera hæsta tré á Íslandi er nú orðið um 27 metra hátt. Tréð stendur á Kirkjubæjarklaustri og þar eru mörg myndarleg tré af sömu tegund sem gróðursett voru um miðja síðustu öld. Eitt af sverustu trjánum mælist 65 sentímetrar í þvermál í brjósthæð og 25 metra hátt. Það geymir því vel á þriðja rúmmetra viðar.
Frá árinu 1990 hafa skógar eyðst á svæði sem samanlagt er á stærð við Suður-Afríku, um það bil tólf sinnum flatarmál Íslands. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóga heimsins hefur verið kynnt á heimsráðstefnu um skóga sem hófst í Durban í Suður-Afríku í gær. Hægt hefur á skógareyðingunni undanfarin ár en betur má ef duga skal.
Frá árinu 1990 hafa skógar eyðst á svæði sem samanlagt er á stærð við Suður-Afríku, um það bil tólf sinnum flatarmál Íslands. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóga heimsins hefur verið kynnt á heimsráðstefnu um skóga sem hófst í Durban í Suður-Afríku í gær. Hægt hefur á skógareyðingunni undanfarin ár en betur má ef duga skal.
Spildur úr tveimur eyðijörðum Skógræktar ríkisins í Skorradal hafa verið auglýstar til leigu gegn því að húsin sem á þeim standa verði varðveitt og lagfærð í upprunalegri mynd. Annars vegar er bærinn Sarpur með íbúðarhúsi sem reist var 1938 en hins vegar Bakkakot frá 1931. Minjastofnun Íslands verður höfð með í ráðum um endurbætur á húsunum og varðveislu menningarminja á spildunum.
Átjándi aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn á Hótel Stykkishólmi dagana 2.-3. október í samstarfi við Félag skógarbænda á Vesturlandi. Málþing verður haldið í tengslum við aðalfundinn þar sem fjallað verður um skógarnytjar á Vesturlandi og um úttektir á árangri í skógrækt og leiðir til úrbóta. Á ársfundi jólatrjáaræktenda sem haldinn er í tengslum við aðalfundinn verður flutt fræðsluerindi um fjallaþin í jólatrjáarækt.