Líf í moltunni á Hólasandi
Allar plönturnar sem gróðursettar voru í moltutilraun á Hólasandi í byrjun júlí eru lifandi. Lúpína og hvítsmári sem sáð var með sumum plantnanna hefur spírað og byrjað að vaxa. Vætutíð í júlímánuði hefur hjálpað til og kuldi ekki verið til vandræða. Bæði birki- og lerkiplönturnar sem settar voru út í tilrauninni líta vel út.
17.08.2015