Ísleifur Sumarliðason, skógtæknifræðingur og fyrrverandi skógarvörður á Vöglum, lést í Reykjavík mánudaginn 29. júní, 88 ára að aldri. Ísleifur tók við embætti skógarvarðar á Norðurlandi að loknu þriggja ára námi í Danmörku. Hann var skógarvörður á Vöglum í 38 ár, til ársins 1987. Útförin verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík 7. júlí kl. 13.
Erlendir sjálfboðaliðar sem verða í hlutverki flokkstjóra á Þórsmerkursvæðinu í sumar hafa nú lokið einnar viku námskeiði þar sem þeir voru búnir undir leiðtogastarfið í sumar. Mikilvægt er að sjálfboðaliðarnir kunni vel til verka en líka að andinn í hverjum hópi sé góður í blíðu og stríðu.
Gróðrarstöðin Barri á Fljótsdalshéraði er nú með samninga um framleiðslu á tæplega 1.400 þúsund skógarplöntum á ári. Skúli Björnsson framkvæmdastjóri telur að nú sé að rofa til í skógrækt á Íslandi eftir samdráttarskeið og lítur björtum augum fram á veginn. Rætt er við Skúla í Bændablaðinu sem kom út fyrir helgi.
Eftir langt og kalt vor er sá tími hafinn þar sem skógar- og garðeigendur fara að taka eftir auknu lífi í gróðri hjá sér. Ekki nóg með að gróður sé allur tekinn að grænka, heldur eru ýmsar aðrar lífverur komnar á kreik, við misjafnan fögnuð mannfólksins. Sumar þessara lífvera eru til mikilla bóta, til dæmis hunangsflugur sem sjá um frævun blóma. Aðrar eiga það til að gerast full nærgöngular við gróður og geta því orðið okkur mannfólkinu til talsverðs ama. Fyrst á vorin ber mest á asparglyttu og haustfeta. Edda S. Oddsdóttir færir okkur fróðleik um málefnið.
Talsvert er spurt um þann hluta asparskógarins í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem auglýstur hefur verið til sölu. Spildan er í landi Þrándarlundar og á henni er rúmlega tuttugu ára gamall asparskógur og umtalsverð verðmæti í trjáviði. Ánægjuleg tíðindi að menn skuli sjá verðmæti skógar, segir sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.