Loftslagsbreytingar og þróunarmöguleikar skógarplantna
Á ráðstefnu sem haldin verður á Selfossi seint í ágúst verður fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum. Enn er hægt að leggja inn fyrirlestra á ráðstefnuna og aðstandendur hennar óska sérstaklega eftir erindum um sviperfðir (epigenetics) og stýrðan flutning á búsvæðum tegunda (assisted migration).
16.06.2015