Á ráðstefnu sem haldin verður á Selfossi seint í ágúst verður fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða möguleika skógartré hafa til að þróast og laga sig að breytingunum. Enn er hægt að leggja inn fyrirlestra á ráðstefnuna og aðstandendur hennar óska sérstaklega eftir erindum um sviperfðir (epigenetics) og stýrðan flutning á búsvæðum tegunda (assisted migration).
Upplýsingakerfið Heureka sem ætlað er til vinnu við skipulag og áætlanagerðar í skógrækt og skógarnytjum er afrakstur þróunarstarfs sænskra vísindamanna og hefur vakið athygli víða um heim. Nú hafa Norðmenn ákveðið að taka það upp í skógræktaráætlunum sínum. Sagt er frá þessu og fleiru í nýútkomnu fréttabréfi SNS, Samnorrænna skógarrannsókna.
Í nýútkomnu fréttabréfi alþjóðasambands skógrannsóknarstofnana, IUFRO, er sagt frá fundi yfirstjórnar sambandsins í Vín, flutt tíðindi af fundi skógaráðs SÞ í New York og sagt frá viðburðum sem tengjast IUFRO á alheimsráðstefnunni um skóga í Durban í Suður-Afríku í september.
Þessa dagana er unnið að gróðursetningu alaskaaspar í landi Laxaborgar í Dalabyggð. Lionsmenn vestra leggja gjörva hönd á plóginn og safna um leið fyrir tækjum í Heilsugæslustöðina í Búðardal. Með þessari gróðursetningu er fullgróðursett í land Laxaborgar.
Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum er viðfangsefni Egils Erlendssonar, lektors við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, í örfyrirlestri sem hann flytur á Kaffi Loka í Reykjavík miðvikudaginn 10. júní kl. 12. Þar talar líka Jónatan Hermannsson, lektor við auðlindadeild LbhÍ, um ræktað land á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, og spyr: Hvað voru menn að bedrífa þá?