Útikennsla í Þjórsárdal dafnar
Í haust var gengið frá endurnýjun samstarfssamnings um að þróa skógartengt skólastarf og tengja samfélagið viðþjóðskóginn í Þjórsárdal. Markmiðið er að finna fjölbreytt verkefni í skólastarfi og fá foreldrana og aðra íbúa í sveitinni til að líta á skóginn sem hluta af náttúru, menningu og námsumhverfi í heimabyggð sinni. Á komandi hausti verður unnið áfram með áhugaverð og hagnýtverkefni, bæði í skólanum og með áhugasömum foreldrum.
26.05.2015