Ný og uppfærð útgáfa kortlagningarlykils fyrir grunngagnasöfnun við gerð ræktunaráætlana í skógrækt er komin út í Riti Mógilsár, tölublaði 33/2015. Lykillinn er tæki til að meta ástand og frjósemi lands og skipuleggja það til skógræktar.
Dr. Robin Sen, sérfræðingur í virkni vistkerfa og örverum, flytur fimmtudaginn 16. apríl fræðsluerindi um örverurannsóknir og endurhæfingu votlendis í Southern Pennies í Bretlandi. Erindið er öllum opið og verður flutt í sal 301, Sauðafelli, í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík.
Sjónvarpsþátturinn Landinn fjallaði um víxlfrævun evrópu- og rússalerkis sunnudaginn 12. apríl. Fylgst var með því þegar starfsfólk Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóga bar frjó milli tegundanna og Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna, sagði frá þessu kynbótastarfi.
Á málþingi um Hekluskóga sem haldið verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum 16. apríl verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur á hinu víðfeðma starfsvæði Hekluskóga. Einnig verður fjallað um rannsóknaverkefni á starfsvæðinu og helstu niðurstöður.
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, hefur í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands sótt um styrk til að meta áhrif eldgossins á skóga og lífríki í nágrenni þeirra. Áhrifin verða metin með þrennum hætti, með vöktun og sýnatöku á trjám, vatnssýnatöku úr dragalækjum á Héraði og mælingum á sýrustigi jarðvegs og botngróðri.