Áhrif ösku úr Eyjafjallagosinu á finnskan mýrajarðveg
Út er komin í rafræna vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences grein eftir Mörju Maljanen o.fl. um áhrif ösku úr Eyjafjallagosinu á ýmsa jarðvegsþætti í finnskum mýrajarðvegi. Efnagreiningar á íslenskri eldfjallaösku gefa til kynna að bein áhrif eldgosa á Íslandi geti náð langt út fyrir landsteinana.
23.03.2015