Ráðstefna um Brunasand
Skógrækt á Brunasandi og áhrif hennar er meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu sem haldin verður í Þjóðminjasafninu í Reykjavík laugardaginn 11. apríl. Verkefnið Mótun lands og samfélags er rannsóknarverkefni níu vísinda- og fræðimanna á Brunasandi, yngstu sveit á Íslandi, sem til varð í kjölfar Skaftárelda 1783 -1784. Rannsóknir á Brunasandi hafa staðið yfir sl. þrjú ár og lýkur með útgáfu á rannsóknarniðurstöðum í héraðsriti Skaftfellinga Dynskógum, sem kemur út 23. maí 2015.
09.04.2015