Skógrækt á Brunasandi og áhrif hennar er meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu sem haldin verður í Þjóðminjasafninu í Reykjavík laugardaginn 11. apríl. Verkefnið Mótun lands og samfélags er rannsóknarverkefni níu vísinda- og fræðimanna á Brunasandi, yngstu sveit á Íslandi, sem til varð í kjölfar Skaftárelda 1783 -1784. Rannsóknir á Brunasandi hafa staðið yfir sl. þrjú ár og lýkur með útgáfu á rannsóknarniðurstöðum í héraðsriti Skaftfellinga Dynskógum, sem kemur út 23. maí 2015.
Nú er sáningartíminn farinn í hönd og upplagt að vekja athygli á nýuppfærðum frælista Skógræktar ríkisins. Fræmiðstöðin á Vöglum í Fnjóskadal selur trjáfræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.
Undanfarna áratugi hafa annað slagið dunið á okkur fréttir um að skógar heimsins séu á undanhaldi. Sífellt sé gengið á skógana með hvers kyns ofnýtingu eða þeir ruddir til landbúnaðar eða annarra nota. Gjarnan hafa þá heyrst ógnvænlegar tölur, til...
Starfsfólk Skógræktar ríkisins á Norðurlandi og Norðurlandsskóga kom saman í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal í gær til að víxlfrjóvga evrópu- og rússalerkitrén sem þar eru ræktuð og búa til lerkiblendinginn ʽHrymʼ. Útlit er fyrir góða fræuppskeru í ár.
Elís Björgvin Hreiðarsson hefur tekið til starfa sem umsjónarmaður fasteigna á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Eitt fyrsta verk hans var að dytta að ryðguðum rörum í gróðurhúsi stöðvarinnar og fyrir liggur að mála hús að utan þegar vora tekur fyrir alvöru.