Skógræktarfólk víða um land tók alþjóðlegri áskorun um gróðursetningu á degi jarðar 22. apríl og lagði þar með sitt að mörkum til að vekja athygli á mikilvægi skógræktar fyrir náttúru jarðarinnar og framtíð lífs á jörðinni. Vel viðraði til útplöntunar um allt land.
Á degi jarðar er fólk um allan heim hvatt til að íhuga eyðingu skóglendis í heiminum. Um helmingur alls skóglendis á jörðinni hefur horfið undanfarna öld og enn er sorfið að regnskógunum. Í áhrifaríku myndbandi bandaríska rapparans og aðgerðarsinnans Prince Ea er hugleitt hvernig það væri ef ekki væri lengur talað um Amason-regnskóginn heldur Amason-eyðimörkina.
Birkið í Vaglaskógi er farið að bruma og þá er rétti tíminn til að tappa hinum meinholla birkisafa af trjánum. Settur hefur verið aftöppunarbúnaður á 40 tré í skóginum og gefa trén nú þegar tugi lítra á hverjum degi. Við fylgdumst með þegar Benjamín Örn Davíðsson aðstoðarskógarvörður tæmdi úr fötunum í gær.
Dagur jarðar er á miðvikudaginn kemur, 22. apríl. Jarðarbúar eru hvattir til þess að gróðursetja á þessum degi eina trjáplöntu af tegund sem hentar skilyrðum á hverjum stað. Snemmbúið vorið á Íslandi gerir okkur kleift að taka þátt í þessum viðburði um allt land. Hvernig væri það?
Sjálfboðaliðahópur frá samtökunum SEEDS heimsótti Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, í gær og tók til hendinni. Ungmennin hjálpuðu starfsfólki Mógilsár við umhirðu á skóginum og fengu líka svolitla fræðslu um starfsemina.