Samantekt af málþingi um Hekluskóga
Málþing um Hekluskóga sem haldið var í Gunnarsholti 16. apríl tókst með ágætum og var vel sótt. Tilefni málþingsins var að tíu ár eru nú liðin frá því að undirbúningur að verkefninu hófst. Erindin sem flutt voru á málþinginu eru nú aðgengileg á vefnum. Í sumar verða um 280 þúsund plöntur gróðursettar á vegum Hekluskóga og áburðardreifing aukin, bæði með kjötmjöli og tilbúnum áburði. Þetta kemur fram á vef Hekluskóga.
04.05.2015