Rauðgrenið sáir sér út
Þegar unnið var við að hreinsa trjágróður undan háspennulínu í skóginum á Vöglum á Þelamörk nú í vikunni vakti athygli skógræktarmanna hversu mikið var þar af ungum, sjálfsánum barrtrjám. Sérstaklega þótti merkilegt að sjá svo mikið af sjálfsánu rauðgreni en slíkt hefur ekki verið algengt í skógum hérlendis fram undir þetta.
08.05.2015