Á vegum Yndisgróðurs hefur verið gefin út skýrsla í ritröð LbhÍ með ítarlegri lýsingu á 19 íslenskum runnayrkjum sem hafa um langt skeið reynst vel í framleiðslu og ræktun við íslenskar aðstæður. Öll yrkin er að finna í yndisgörðum Yndisgróðurs. Fjallað er um uppruna þeirra, notkun og reynsluna hérlendis.
Í tilefni af sextíu ára afmæli Hlíðaskóla í Öskjuhlíð í Reykjavík var í gær efnt til hátíðargróðursetningar í grenndarskógi skólans. Meðal tegunda sem gróðursettar voru má nefna ask, hlyn, þöll, fjallaþin, lerki, hrossakastaníu, silfurreyni og ilmreyni. Allar plönturnar fengu heimagerða moltu við gróðursetninguna.
Skógræktarfólk frá fylkinu Mæri og Raumsdal í Noregi var á ferð um Ísland í síðustu viku og naut fylgdar Jóns Loftssonar skógræktarstjóra. Ferðin var farin að tilstuðlan Møre og Romsdal Forstmannslag sem er fagfélag skógarfólks í fylkinu. Hópurinn hreifst mjög af fagmennsku íslensks skógræktarfólks og þeim sóknarhug sem það byggi yfir.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að kanna möguleika á að sameina í eina stofnun Skógrækt ríkisins, landshlutaverkefnin í skógrækt og umsjón Hekluskóga. Markmiðið er m.a. að samræma stjórnsýslu skógræktarmála, gera hana skilvirkari, auka faglega getu og yfirsýn og að efla búsetu vítt og breitt um landið, til dæmis með því að styrkja starfstöðvar í landshlutunum.
Tilraun er hafin með ræktun hindberja í lúpínu- og kerfilbreiðum. Fyrstu plönturnar voru gróðursettar nú í vikunni á Hafnarsandi og í Esjuhlíðum. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hafði frumkvæði að tilrauninni sem er samvinnuverkefni Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, og Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Vonast er til að hindberjarækt sem þessi geti flýtt fyrir gróðurframvindu í lúpínu- og kerfilbreiðum en einnig gefið almenningi færi á berjatínslu og þar með aukið útivistargildi skóga.