Úrvalstré af birkiyrkinu 'Emblu' verða gróðursett í nær öllum sveitarfélögum landsins laugardaginn 27. júní til að minnast þess að á mánudaginn kemur verða 35 ár liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Þrjú tré verða sett niður á hverjum stað, eitt fyrir stúlkur, annað fyrir pilta og það þriðja fyrir komandi kynslóðir.
Skógardagurinn mikli 2015 var haldinn í einmuna blíðu í Hallormsstaðaskógi laugardaginn 20. júní. Þetta var langbesti sumardagurinn sem komið hefur á Héraði þetta sumarið og aðsóknin eftir því. Fjöldi manns naut veðurblíðunnar og þeirra viðburða sem á dagskránni voru. Lárus Heiðarsson varð Íslandsmeistari í skógarhöggi í sjötta sinn.
Hátíðarhöld Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi hefjast í kvöld kl. 19 með grillveislu Landssamtaka sauðfjárbænda og sauðfjárbænda á Austurlandi. Á sjálfan skógardaginn á morgun hefst dagskráin kl. 12 með skógarhlaupinu og formleg dagskrá í Mörkinni hefst á Íslandsmeistaramótinu í skógarhöggi kl. 13.
Hátíðarhöld Skógardagsins mikla í Hallormsstaðaskógi hefjast í kvöld kl. 19 með grillveislu Landssamtaka sauðfjárbænda og sauðfjárbænda á Austurlandi. Á sjálfan skógardaginn á morgun hefst dagskráin kl. 12 með skógarhlaupinu og formleg dagskrá í Mörkinni hefst á Íslandsmeistaramótinu í skógarhöggi kl. 13.
Ef menn stöðva ekki þá óheyrilegu jarðvegseyðingu sem geisar á jörðinni vofir mikil hætta yfir mannkyni. Við verðum að snúa við blaðinu, græða upp land, rækta skóg og stefna að jafnvægi þar sem heilbrigt og gjöfult land á jörðinni helst stöðugt og jafnvel stækkar. Uppgræðsla rofsvæða á jörðinni er mikilvæg til að ná tökum á loftslagsvandanum.