35 ár liðin frá forsetakjöri Vigdísar
Úrvalstré af birkiyrkinu 'Emblu' verða gróðursett í nær öllum sveitarfélögum landsins laugardaginn 27. júní til að minnast þess að á mánudaginn kemur verða 35 ár liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Þrjú tré verða sett niður á hverjum stað, eitt fyrir stúlkur, annað fyrir pilta og það þriðja fyrir komandi kynslóðir.
23.06.2015