Áhugavert málþing um trjárækt í þéttbýli
Garðyrkjufélag Íslands og Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra halda málþing um trjágróður í þéttbýli í sal GÍ að Síðumúla 1, Reykjavík, föstudaginn 27. febrúar. Rætt verður um aukinn trjágróður í þéttbýli, kosti trjánna í byggðinni, ýmsar ógnir sem að trjánum steðja, vandamálin sem leysa þarf þegar rækta á tré við erfiðar aðstæður við götur, um val á tegundum og fleira og fleira.
11.02.2015