Fyrsti útlærði skógvélamaður landsins
Óskar Grönholm Einarsson er fyrsti Íslendingurinn sem lýkur námi í skógarvélafræðum. Óskar er nú kominn til starfa hjá Kristjáni Má Magnússyni skógarverktaka og vinnur þessa dagana að rjóðurfellingu stafafurureits í Haukadal. Hann segir veturinn góðan tíma til vélavinnu í skógi.
22.01.2015