...
Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands hafa í sameiningu gengið í Evrópusamtök jólatrjáaframleiðenda, CTGCE. Fulltrúi Íslands í samtökunum er Else Møller, skógfræðingur.
Keypt hefur verið til landsins sérhæfð timburútkeyrsluvél af gerðinni Gremo. Vélin var flutt inn notuð frá Svíþjóð. Hún er sú stærsta sem hingað til hefur verið í notkun hérlendis og auðveldar mjög útkeyrslu timburs úr þeim skógum sem grisjaðir eru með vél.
Í Evrópu vex fjórðungur allra skóga á jörðinni eða 25%. Þetta er merkilegt og undirstrikar þýðingu evrópskra skóga fyrir allan heiminn en sýnir okkur líka að skógarmálefnunum þarf að skipa ofarlega á forgangslista stjórnmálanna og þeim alheimsvandamálum sem tengjast skógum, málefnum sem snerta loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun. Og nú er rétti tíminn til athafna eins og segir í nýrri frétt á vef Forest Europe.
Annar fyrirlesturinn á vormisseri í röð Félags fornleifafræðinga og námsbrautar í fornleifafræði við HÍ verður fluttur miðvikudaginn 28. janúar kl. 12.05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Þar ralar Dawn Elise Mooney, nýdoktor við Háskóla Íslands, um nýtingu skógviðar á landnámsöld og miðöldum á Íslandi.