Icelandic Agricultural Sciences rafrænt framvegis
Sú breyting hefur verið gerð við útgáfu tímaritsins Icelandic Agricultural Sciences að nú fá allar greinar ritsins rafrænt doi-númer sem þýðir að þær eru formlega birtar um leið og þær koma út á netið. Þetta er stór áfangi hjá ritinu og gerir það enn sýnilegra um allan heim og aðgang erlendra sem innlendra fræðimanna að því auðveldari. Ritið verður einungis rafrænt héðan í frá.
16.02.2015