Nýr kurlari í gagnið á Héraði
Skógrækt ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskógar hafa ásamt fleirum fest kaup á nýjum kurlara sem gangsettur var í fyrsta sinn á föstudaginn var. Þetta nýja tæki gefur mun betra og jafnara kurl en gamall kurlari sem auk þess var úr sér genginn. Ennig sparast olía því nú verður aðeins ein vél í gangi við kurlunina í stað tveggja áður.
19.01.2015