Óvíða hérlendis eru aðstæður betri til ræktunar greniskóga en í Skorradal. Breytingin sem þar hefur orðið með skógrækt á hálfri öld er mikil og nú gefur skógurinn verðmætan grisjunarvið. Myndir teknar með hálfrar aldar millibili við Braathens-steininn á Stálpastöðum sýna mikinn árangur.
Óveðrið um síðustu helgi olli nokkrum skaða í nýgrisjuðum skógum í Norðtungu í Borgarfirði. Dálítið brotnaði líka af trjám í reitum sem grisjaðir voru í sumar á Vöglum í Fnjóskadal og Stálpastöðum í Skorradal en í öðrum skógum Skógræktar ríkisins varð ýmist mjög lítið tjón eða ekkert. Stálpaðir skógar eru viðkvæmir fyrir miklum stórviðrum í fáein ár eftir grisjun en styrkjast svo aftur.
Norræna ráðherranefndin hefur sent frá sér árangursskýrslu um þá vinnu sem unnin hefur verið í kjölfar Selfossyfirlýsingarinnar frá 2008 um sjálfbæra skógrækt. Svör við spurningum sem lagðar voru fyrir starfsfólk ráðherranefndarinnar sýna að samstarf á þessu sviði hefur aukist milli Norðurlandanna og við nágrannaríki eins og Eystrasaltslöndin.
Þessa dagana er verið að fella stafafuru í reit í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal sem sinueldur barst í árið 1995 Áhugavert er að sjá hvernig furan hefur jafnað sig á brunanum.
Skógur getur flýtt fyrir bata fólks, meðal annars þeirra sem glíma við streitusjúkdóma. Vísindamenn við sænska landbúnaðarháskólann SLU í Umeå og Alnarp hafa fundið aðferð til að meta hversu vel tiltekinn skógur hentar til endurhæfingar og hversu mikið það kostar fyrir skógareigendur að gera skóginn sinn þannig úr garði að hann henti til slíkrar endurhæfingar.