Í vikunni endurnýjuðu Skógrækt ríkisins og Þjórsárskóli eldri samstarfssamning frá 2009 um þróun skógarfræðslu í skólastarfi Þjórsárskóla til næstu þriggja ára eða til ársins 2017. Samningurinn kveður meðal annars á um gerð skógarnámskrár sem tengist öllum námsgreinum í samþættu skógarnámi, eflir einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti.
„Mér fannst mikilvægt að reyna að búa til eitthvað sem tengir fólk við skóginn og við íslenska menningu,“ segir einn nemenda á lokaári vöruhönnunardeildar Listaháskóla Íslands sem opna sýninguna Wood You í kjallara skólans í Þverholti í Reykjavík.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknaverkefni í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Umsóknarfrestur er til 10. janúar
Þegar starfsemi Skógræktar ríkisins hófst á Mógilsá fyrir hálfri öld var þar enginn skógur. Staðurinn var mjög vindasamur enda steyptist norðanáttin ofan af Esju og náði miklum hraða við fjallsræturnar. Nú hreyfir varla hár á höfði á hlaðinu við stöðvarhúsið á Mógilsá hvernig sem viðrar. Skógurinn á Mógilsá er gott dæmi um hversu mjög skógrækt getur breytt veðurfari til hins betra. Ekki þarf nema fáeina áratugi til að þessi áhrif verði veruleg.
Suður-Kórea, Suður-Afríka og Eþíópía eru meðal þeirra fjölmörgu landa í heiminum sem nýta sér mátt trjágróðurs til landgræðslu og landbóta á svæðum þar sem gróðri hefur verið eytt og jarðvegseyðing orðið í kjölfarið. Með þessu starfi fæst aftur gjöfult land, bæði fyrir menn og náttúruna sjálfa, sjálfbær vistkerfi og líffjölbreytni.