Skógarnám í Þjórsárskóla
Í vikunni endurnýjuðu Skógrækt ríkisins og Þjórsárskóli eldri samstarfssamning frá 2009 um þróun skógarfræðslu í skólastarfi Þjórsárskóla til næstu þriggja ára eða til ársins 2017. Samningurinn kveður meðal annars á um gerð skógarnámskrár sem tengist öllum námsgreinum í samþættu skógarnámi, eflir einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti.
28.11.2014