Newsweek fjallar um skógrækt á Íslandi
Bandaríska fréttatímaritið Newsweek fjallar í nýjasta tölublaði sínu um skógrækt á Íslandi og hvernig loftslagsbreytingar hjálpa til við útbreiðslu skóglendis á landinu. Það sé sérstakt á þessari breiddargráðu því víðast hvar á norðlægum slóðum hafi menn meiri áhyggjur af því að skógarnir líði fyrir ýmis vandamál sem fylgi hlýnandi loftslagi og færslu trjátegunda til norðurs.
03.11.2014