Reykjavíkurborg og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa útnefnt borgartréð 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu fallegur garðahlynur við Sturluhallir, Laufásveg 49-51. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefnir tréð borgartréð 2014 klukkan 17 í dag, föstudaginn 21. nóvember, og tendrar ljós á trénu.
Bændablaðið segir frá því í nýjasta tölublaði sínu frá 19. nóvember að líf hafi nú færst í gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð sem Skógrækt ríkisins rak á sínum tíma við góðan orðstír. Hjónin Óskar Magnússon og Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir á Sámstaðabakka hafa tekið stöðina á leigu. Þau hyggjast viðhalda stöðinni og skapa þar störf.
Sjálfboðastarf að landbótum og stígagerð á Þórsmerkursvæðinu vekur athygli út fyrir landsteinana og vel gengur að ráða hæfa sjálfboðaliða til starfa. Mikið hefur áunnist þau tvö sumur sem sjálfboðaliðar hafa starfað á svæðinu en verkefnin eru óþrjótandi. Vel er hægt að ráða við aukinn ferðamannastraum, segir verkefnisstjórinn hjá Trail Team Volunteers sem stýrir starfi sjálfboðaliðanna
Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá (Rannsóknasvið Skógræktar ríkisins) óskar eftir að ráða staðarhaldara á Mógilsá.  Staðarhaldara er ætlað að sjá um hús, bíla, tæki og verkfæri en einnig umhirðu nánasta umhverfis stöðvarinnar að Mógilsá á Kjalarnesi.  Þá aðstoðar staðarhaldari sérfræðinga á Mógilsá við ýmis rannsóknastörf. Umsóknarfrestur er til 15. desember.
Á morgunfundi ThinkForest-verkefnisins sem haldinn var í húsakynnum Evrópuþingsins í Brussel  í gær, 13. nóvember, var rætt um þá möguleika sem atvinnugreinar byggðar á skógum eiga í þróuninni til lífhagkerfisins. Einnig voru þau vandamál til umræðu sem loftslagsbreytingarnar bera með sér og það mikilvæga hlutverk sem skógarnir geta gegnt í þeirri baráttu.