Garðahlynur við Laufásveg borgartréð 2014 í Reykjavík
Reykjavíkurborg og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa útnefnt borgartréð 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu fallegur garðahlynur við Sturluhallir, Laufásveg 49-51. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefnir tréð borgartréð 2014 klukkan 17 í dag, föstudaginn 21. nóvember, og tendrar ljós á trénu.
21.11.2014