Nýliðið ár hagstætt Hekluskógum
Árið 2014 var hagstætt gróðri á Hekluskógasvæðinu enda nokkuð hlýtt og rakt. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vefsíðu Hekluskóga. Verkefnið heldur áfram af fullum krafti á nýju ári og er reiknað með að gróðursettar verði um 250 þúsund birkiplöntur í sumar. Árangur verkefnisins er víða mjög góður og sjást nú birkireitir spretta upp þar sem fyrir 10-20 árum var örfoka land.
06.01.2015