Árið 2014 var hagstætt gróðri á Hekluskógasvæðinu enda nokkuð hlýtt og rakt. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vefsíðu Hekluskóga. Verkefnið heldur áfram af fullum krafti á nýju ári og er reiknað með að gróðursettar verði um 250 þúsund birkiplöntur í sumar. Árangur verkefnisins er víða mjög góður og sjást nú birkireitir spretta upp þar sem fyrir 10-20 árum var örfoka land.
Fagráðstefna skógræktar 2015 verður haldin í Borganesi dagana 11. og 12. mars. Fyrri dagurinn verður þemadagur, haldinn samstarfi við NordGen undir yfirskriftinni Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum. Seinni daginn verður fjallað um ýmis skógræktarmál og sýnd veggspjöld. Undirbúningsnefndin auglýsir nú eftir erindum og veggspjöldum fyrir síðari dag ráðstefnunnar
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir nú á vef sínum ýmis áhugaverð námskeið sem haldin verða á næstu vikum fyrir trjáræktarfólk og áhugafólk um viðarnytjar og handverk. Fólk getur lært að fella tré og grisja skóg með keðjusög, klippa tré og runna, smíða húsgögn og smærri nytjahluti.
Árið 2015 er ár jarðvegs hjá matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Aðalmarkmið alþjóðlega jarðvegsársins er að vekja athygli mannkynsins á mikilvægi heilbrigðs jarðvegs og að tala fyrir sjálfbærri nýtingu svo takast megi að vernda þessa mikilvægu náttúruauðlind.
Alþjóðabankinn styður við verkefni sem stuðla að betri landnytjum í heiminum, meðal annars með því að flétta skógrækt við aðra landnýtingu. Aðstoðarforstjóri Alþjóðabankans telur mikla möguleika vera á landnýtingarsviðinu til að draga úr útblæstri koltvísýrings, meðal annars með skógrækt og loftslagsvænum aðferðum í landbúnaði.